Sorg eftir sjálfsvíg

27. september 2023

Sorg eftir sjálfsvíg

Langholtskirkja

Nú fer gulum september að ljúka, en hann hefur verið helgaður forvörnum gegn sjálfsvígum.

Þó verður að vera vitundarvakning varðandi þörfina fyrir forvarnir allan ársins hring.

Mörg félagasamtök hafa tekið þátt í gulum september og meðal þeirra er þjóðkirkjan.

Sérstakar guðsþjónustur, kyrrðarstundir og fræðslufundir hafa verið helgaðir átakinu.

Næstkomandi sunnudag, þann 1. október kl. 17:00 er samverustund í Langholtskirkju sem ber yfirskriftina:

Sorg eftir sjálfsvíg – persónuleg reynsla í ljósi fagþekkingar.

Þar mun sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur í Laugardalsprestakalli flytja erindi um sorg í kjölfar sjálfsvígs.

Sr. Ásta Ingibjörg hefur persónulega reynslu af missi vegna sjálfsvígs auk þess að hafa langa reynslu af stuðningi við aðstandendur í sorg.

Kaffi verður á könnunni og létt meðlæti.

Að gulum september standa fulltrúar frá:

Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

 

slg


  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Forvarnir

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall